Skemmdarverk verða ekki liðin

Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, hvetur þjóð sína til að sýna stillingu en margir mótmælendur hafa safnast saman á götum úti á meðan gríska þingið ræðir niðurskurðartillögur. Forsætisráðherrann fordæmdi það ofbeldi sem blossað hefur upp í kjölfar óeirðanna í dag en margir mótmælendur og um 20 lögreglumenn eru sárir.

Papademos sagði í þinginu í kvöld að „ofbeldi og skemmdarverk“ ættu ekki heima í lýðræðisríki og slíkt yrði ekki liðið. Hann sagði að gríska þjóðin lifði ekki við þann munað í dag að geta mótmælt með þessum hætti. Erfiðir tímar þjökuðu ríkið fjárhagslega.

Kveikt hefur verið í mörgum byggingum í miðborg Aþenu, meðal annars sögufrægu kvikmyndahúsi. Að minnsta kosti fimmtán byggingar hafa staðið í ljósum logum í dag og kvöld.

Lucas Papademos forsætisráðherra Grikklands í þinginu í kvöld.
Lucas Papademos forsætisráðherra Grikklands í þinginu í kvöld. Reuters
Starbucks-kaffihús í björtu báli í Aþenu.
Starbucks-kaffihús í björtu báli í Aþenu. AP
Óeirðarlögreglan hefur þurft að beita táragasi á mótmælendur í dag.
Óeirðarlögreglan hefur þurft að beita táragasi á mótmælendur í dag. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert