Kennedysonur í átökum á sjúkrahúsi

Douglas Kennedy.
Douglas Kennedy. http://www.foxnews.com

Douglas Kennedy, sonur Roberts Kennedy dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, forsetaframbjóðanda og bróður Johns F. Kennedy, lenti í átökum við her hjúkrunarfræðinga er hann hugðist fara með nýfæddan son sinn út af sjúkrahúsi skammt frá New York.

Kennedy er 10. barn Roberts Kennedy og starfar sem fréttamaður á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox. Hann hugðist fara með hvítvoðunginn út af spítalanum í því skyni að hann fengi ferskt loft. Starfsfólkið var ekki tilbúið að samþykkja þessa meðferð á nýfæddu barni og reyndi að hindra Kennedy í að fara út með barnið.

Hann hefur nú verið kærður fyrir að hafa áreitt starfsfólk sjúkrahússins og fyrir að hafa stofnað lífi barnsins í hættu. Hann heldur því fram að starfsfólkið hafi reynt að hrifsa barnið af sér, en starfsfólkið segist aftur á móti hafa verið að reyna að vernda barnið og segir Kennedy hafa ráðist á sig.

Lyktir málsins urðu þær að öryggisverðir komu á vettvang og stöðvuðu föðurinn nýbakaða.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert