Frakklandsforseti, Nicolas Sarkozy, þakkaði í dag Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni fyrir að hafa tekið ákvörðun um að sýna ekki myndskeið sem franski morðinginn Mohamed Merah tók upp og send voru fréttastofunni á minnislykli.
Sarkozy varar við því að ef einhverjar sjónvarpsstöðvar reyni að senda myndskeiðin út verði komið í veg fyrir það af stjórnvöldum.
Á myndbandinu sem Al-Jazeera hefur undir höndum sést m.a. árás Merah á gyðingaskólann í Toulose, frá sjónarhorni morðingjans.