Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera íhugar að sýna myndbönd sem franski fjöldamorðinginn Mohamed Merah, tók upp af morðum sínum. Mun fréttastofan taka ákvörðun um málið í dag.
Yfirmaður sjónvarpsstöðvarinnar segir að ýmsu að hyggja áður en ákvörðun verður tekin. Vilji stöðin velta öllum hliðum málsins upp áður.
Myndböndin sem morðinginn tók upp er hann framdi fjöldamorðin í borginni Toulouse voru send á sjónvarpsstöðina Al-Jazeera á minnislykli. Franska lögreglan hefur fengið afrit af myndböndunum.