Franska rannsóknarlögreglan telur að samverkamaður franska fjöldamorðingjans Mohamed Merah hafi sent sjónvarpsstöðvum myndbandsupptökur af ódæðum Merah. Al-Jazeera fékk myndböndin send á minnislykli og íhugar nú að birta þau í sjónvarpi.
Minnislyklinum fylgdi bréf þar sem fram kemur að morðin hafi verið framin í nafni hryðjuverkasamtakanna Al-Qaeda. Lykillinn var settur í póst rétt fyrir utan borgina Toulouse á meðan lögreglan sat um Merah í íbúð hans í borginni.