Neitar að jarða Merah

Borgarstjórinn í Toulouse í Frakklandi vill ekki að fjöldamorðinginn Mohamed Merah verði jarðaður innan borgarmarkanna. Til stóð að útförin færi fram í dag en henni hefur nú verið frestað í sólarhring.

„Yfirvöld í Alsír neituðu á síðustu stundu að taka við líki Mohamed Merah og finnst Pierre Cohen (borgarstjóra í Toulouse) því óviðeigandi að jarðarförin fari fram í Toulouse. Því bað hann um að henni yrði frestað um sólarhring,“ segir í yfirlýsingu frá ráðhúsi Toulouse.

Fórnarlamba Mohameds Merah er minnst víða um Frakkland.
Fórnarlamba Mohameds Merah er minnst víða um Frakkland. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert