„Titanic er að sökkva“

Fyrstu fregnir sem Evrópubúum, og hugsanlega umheiminum, bárust af því að farþegaskipið Titanic væri að sökkva þann 15. apríl 1912, voru fréttaskeyti frá Press Association til dagblaðsins Belfast Evening Telegraph á Írlandi. Skeytið var sent kl. 10.39 að morgni, þremur klukkustundum eftir að skipið sökk. Skeytið, sem hefur varðveist, verður selt á uppboði í Dublin á Írlandi 21. apríl nk.

Blaðamaðurinn Robert (Bob) McComb tók við skeytinu er það barst. Í því stóð, í stikkorðastíl, að skip White Star Line, Titanic, væri að sökkva í miðju Atlantshafinu eftir að hafa siglt á ísjaka. Skipið hafi lagt úr höfn á miðvikudegi frá Southampton í jómfrúarferð sína til New York. Sagðar voru helstu staðreyndir um stærð skipsins og það borið saman við systurskip sitt, Olympic. Í skeytinu kom einnig fram að skipið væri hannað til að mæta kröfum efnaðra Bandaríkjamanna.

Skjalið er, að sögn uppboðshaldara, talið það fyrsta sem upplýsti umheiminn um að Titanic væri að sökkva. Það gerði írska dagblaðinu einnig kleift að verða eitt af því fyrsta sem færði fólki þessar hörmungarfréttir.

Titanic var byggt í skipasmíðastöð í Belfast á Írlandi og því hljóta fregnir af því að það væri að sökkva að hafa vakið sterk viðbrögð á Írlandi, segir talsmaður uppboðshússins.

Dagblaðið Belfast Evening Telegraph sló málinu upp undir fyrirsögninni: „Titanic er að sökkva.“

Blaðamaðurinn Bob McComb, sem starfaði á dagblaðinu í 34 ár, geymdi skeytið.

Hlutir sem tengjast Titanic á einhvern hátt er nú verið …
Hlutir sem tengjast Titanic á einhvern hátt er nú verið að bjóða upp víða í tilefni af því að 100 ár eru frá því að skipið sökk. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert