Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng, sem dvaldi í bandaríska sendiráðinu í Peking um hríð, biður Barack Obama Bandaríkjaforseta að gera hvað sem hann getur til að koma sér og fjölskyldu sinni frá Kína. Þetta sagði hann í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN í kvöld.
Chen yfirgaf sendiráðið í morgun samkvæmt samkomulagi sem hann gerði við kínversk stjórnvöld. Hann segir sendiráðsstarfsmenn hafa þrýst á sig að yfirgefa sendiráðið.