Chen hringdi í bandaríska þingnefnd

Chen hringdi inn á fund bandarískrar þingnefndarinnar sem var að …
Chen hringdi inn á fund bandarískrar þingnefndarinnar sem var að ræða málefni kínverskra flóttamanna. JONATHAN ERNST

Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng hringdi í dag inn á fund bandarískrar þingnefndar og bað um að honum og fjölskyldu hans yrði hjálpað til að komast frá Kína.

Chen sagði að hann óttaðist um öryggi fjölskyldu sinnar. Hann sagðist vilja fá að hitta Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Chen er nú á sjúkrahúsi í Peking. Hann dvaldi í eina viku í sendiráði Bandaríkjanna í Peking eftir að hnn flúði úr stofufangelsi. Hann fór þaðan eftir að stjórnvöld í Kína hétu að tryggja öryggi hans.

Chen sagði í dag við þingnefndina, sem var með opinn fund í beinni útsendingu, að eftir að hann yfirgaf sendiráðið hefði hann fengið betri upplýsingar um alvarlegar hótanir sem fjölskylda sín hefði fengið. „Ég vil fá að koma til Bandaríkjanna til að hvíla mig. Ég hef ekki náð að hvíla mig í 10 ár.“

Hann sagðist óttast öryggi fjölskyldu sinnar. „Ég hef núna mestar áhyggjur af öryggi móður minnar og bræðra. Ég vil fá að vita hvað er að gerast hjá þeim.“

Chen Guangcheng kemur út úr bandaríska sendiráðinu í Peking.
Chen Guangcheng kemur út úr bandaríska sendiráðinu í Peking. HANDOUT
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert