Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng er nú að undirbúa för sína til Bandaríkjanna og gæti yfirgefið Kína fljótlega, segja vinir hans. Yfirvöld í Kína og Bandaríkjamenn hafa náð samkomulagi um að Chen megi fara til náms í Bandaríkjunum.
Chen hefur verið fangelsaður vegna skoðana sinna í Kína og var lengi í stofufangelsi að fangelsisvist lokinni. Hann strauk úr þeirri vist í fyrra og leitaði nú fyrir skömmu hælis í bandaríska sendiráðinu í Peking. Sú ákvörðun hans hefur sett stjórnmálasamstarf landanna tveggja í nokkurt uppnám.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var í heimsókn í Peking á föstudag og komst að samkomulagi við kínversk stjórnvöld um framtíð Chens.