Chen undirbýr Bandaríkjaför

Chen Guangcheng er sjálflærður lögfræðingur.
Chen Guangcheng er sjálflærður lögfræðingur. AFP

Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng er nú að undirbúa för sína til Bandaríkjanna og gæti yfirgefið Kína fljótlega, segja vinir hans. Yfirvöld í Kína og Bandaríkjamenn hafa náð samkomulagi um að Chen megi fara til náms í Bandaríkjunum.

Chen hefur verið fangelsaður vegna skoðana sinna í Kína og var lengi í stofufangelsi að fangelsisvist lokinni. Hann strauk úr þeirri vist í fyrra og leitaði nú fyrir skömmu hælis í bandaríska sendiráðinu í Peking. Sú ákvörðun hans hefur sett stjórnmálasamstarf landanna tveggja í nokkurt uppnám.

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var í heimsókn í Peking á föstudag og komst að samkomulagi við kínversk stjórnvöld um framtíð Chens.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert