Ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt mun leggja fram á morgun efnahagsáætlun Danmerkur til næstu átta ára. Áætlunin ber nafnið „2020-planið“ og er sögð fela í sér aðgerðir til að koma efnahag Dana á réttan kjöl auk þess hvaða svigrúm er til þess að bæta velferðarkerfið enn frekar.
Frá þessu sagði danska ríkisútvarpið DR í morgun.
Þingmönnum stjórnarflokkanna; Verkamannaflokksins, Radikale Venstre og Sósíalíska þjóðarflokksins, SF, verður kynnt innihald áætlunarinnar í dag í sumarhúsi forsætisráðherra í Marienborg.
Verkamannaflokkurinn og SF lögðu saman fram áætlun á síðasta ári sem bar heitið „Fair Løsning 2020“. Þar var áhersla lögð á opinberar fjárfestingar, sköpun atvinnutækifæra og menntun atvinnuleitenda.