Krýningarafmæli fagnað með pompi og prakt

Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir 60 ára krýningarafmæli Elísabetar Bretlandsdrottningar. Hátíðahöldin hefjast formlega á morgun og standa í fjóra daga. Frí verður gefið á vinnustöðum á mánudag og þriðjudag en að auki tóku margir landsmenn sér frí í dag.

Búist er við að um 800 þúsund manns eigi leið um Heathrow flugvöll næstu daga vegna afmælisins. Nýleg rannsókn gefur til kynna að Bretar muni eyða yfir 160 milljörðum króna í minjagripi, matar- og drykkjarföng og ýmislegt fleira til að halda upp á krýningarafmælið.

Fyrsti dagurinn hefst með árlegum veðreiðum í Epsom Downs í Surrey. Búist er við að 125 þúsund manns verði viðstaddir og syngur söngkonan Katherine Jenkins breska þjóðsönginn þegar drottningin mætir.

Á sunnudaginn mun Elísabet sigla niður Thames á hinu konunglega skipi Spirit of Chartwell en það verður fremst í flokki eitt þúsund skipa. Með drottningunni um borð verða Filippus prins, Karl og Camilla, Vilhjálmur og Kate og loks Harry. Búist er við að um ein milljón manns muni standa við árbakkana og á brúm og fylgjast með skipinu sigla 12 km frá Batterseas að Tower Bridge.

Tónlistin endurspeglar hvern áratug

Ekki öll hátíðahöldin verða skipulögð af starfsfólki Buckingham-hallar því búist er við fjöldanum öllum af götuveislum víðsvegar um England. Verður þúsundum götum lokað þennan dag. Auk götuveislanna verða nær allir veislusalir í útleigu um helgina.

Á mánudaginn verða haldnir sérstakir tónleikar fyrir framan Buckingham-höll þar sem fram koma m.a. Elton John, Paul McCartney, Jessie J og Kylie Minogue. Á tónlistin að endurspegla tónlist sérhvers áratugar sem Elísabet hefur verið við völd. Atkvæðagreiðsla á landsvísu var haldin til að ráðstafa 10 þúsund miðum á tónleikana. Þá verður kveikt á yfir þrjú þúsund hátíðarkyndlum víðsvegar um heiminn.

Hátíðahöldin ná hámarki á lokadeginum. Á þriðjudag mætir konungsfjölskyldan í guðsþjónustu en konungleg fylking verður að Pálskirkju (e. St. Paul’s Cathedral). Verði veðrið gott munu Elísabet og Filippus halda til kirkjunnar í 110 ára opnum hestvagni, þeim sama og Vilhjálmur og Kate fóru í frá Westminster Abbey til Buckingham-hallar eftir að þau voru gefin saman í fyrra. Lokahnykkurinn á hátíðahöldunum verður um kvöldið þegar konunglegi flugherinn heldur flugsýningu.

Í Covent Garden.
Í Covent Garden. ADRIAN DENNIS
Ný vaxstytta af drottningunni var vígð á Madame Tussaud's safninu …
Ný vaxstytta af drottningunni var vígð á Madame Tussaud's safninu í London í tilefni af krýningarafmælinu. ANDREW YATES
Tower Bridge verður lýst sérstaklega upp.
Tower Bridge verður lýst sérstaklega upp. MIGUEL MEDINA
Fréttamenn víðsvegar að verða í London um helgina. Suðurkóreskir miðlar …
Fréttamenn víðsvegar að verða í London um helgina. Suðurkóreskir miðlar láta sitt ekki eftir liggja. LEON NEAL
Lögð er áhersla á að halda London hreinni fyrir hátíðahöldin …
Lögð er áhersla á að halda London hreinni fyrir hátíðahöldin og meðan á þeim stendur. LEON NEAL
Þjóðlegur kaffibolli.
Þjóðlegur kaffibolli. LEON NEAL
Báturinn Gloriana mun sigla niður Thames.
Báturinn Gloriana mun sigla niður Thames. Andrew Cowie
Hermenn á æfingu.
Hermenn á æfingu. MIGUEL MEDINA
Fjöldi minjagripa um konungsfjölskylduna er til sölu um Bretland í …
Fjöldi minjagripa um konungsfjölskylduna er til sölu um Bretland í tilefni af krýningarafmælinu. LEON NEAL
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert