Skógarbjörn réðst á hálfnakinn sænskan karlmann á sjötugsaldri þegar sá hinn síðarnefndi var í þann munn að kasta af sér vatni úti í náttúrunni.
Maðurinn, sem heitir fullu nafni Ola Åkesson, datt um koll þegar að björninn, sem var að eltast við elg, hljóp á hann. Atvikið átti sér stað síðastliðinn sunnudag fyrir utan sumarbústað mannsins í Ängraån þjóðgarðinum í norðausturhluta Svíþjóðar en þar var maðurinn staddur ásamt eiginkonu sinni sem tók atvikið upp á myndband.
Í viðtali við viðmiðilinn The Local segist Åkesson hafa séð elgskálf nærri sér á meðan að hann kastaði af sér vatni. „Ég kallaði á konuna mína og bað hana um að ná í iPad-inn svo hún gæti náð myndbandi af elginum, en þá öskraði hún allt í einu að það væri björn beint fyrir aftan mig,“ sagði herra Åkesson.
Ekki er ljóst hvort skógarbjörninn ætlaði að fá sér elg eða smá bita af Åkesson í kvöldmat en sjálfur segist Åkesson vara sáttur með að hafa lifað atvikið af.