Trúarleg umskurn talin líkamsárás

Drengir umskornir á Filippseyjum. Myndin tengist efni fréttarinnar aðeins óbeint.
Drengir umskornir á Filippseyjum. Myndin tengist efni fréttarinnar aðeins óbeint. Reuters

Þýsk­ur dóm­stóll í Köln hef­ur úr­sk­urðað að umsk­urn drengja sem ekki er gerð af lækn­is­fræðilegri þörf telj­ist lík­ams­árás. Dóm­ur­inn hef­ur valdið upp­námi meðal gyðinga og múslima í Þýskalandi. Þetta kem­ur fram í frétt thelocal.de um málið.

Málið var rekið gegn ís­lömsk­um lækni eft­ir að umsk­urn sem hann framdi á dreng olli hon­um skaða. Í dóm­in­um sagði að ónauðsyn­leg umsk­urn væri „al­var­legt og óbreyt­an­legt inn­grip í manns­lík­amann“. Dóm­ur­inn þýðir að umsk­urn­ir sem framd­ar eru af trú­ar­leg­um ástæðum, s.s. í gyðing­dómi og íslam, eru ólög­leg­ar, en þúsund­ir ungra drengja eru umskorn­ir á hverju ári í Þýskalandi. 

Trú­ar­leg umsk­urn hef­ur frá laga­sjón­ar­miði hingað til verið á gráu svæði í Þýskalandi, og hafa lækn­ar geta séð um aðgerðina í skjóli þess að það væri ekki form­lega bannað með lög­um að umskera börn. Nú væri búið að loka á þá vernd. 

Trú­ar­hóp­ar gyðinga og múslima hafa bar­ist gegn form­legu banni á umsk­urn. Full­trú­ar þeirra áttu eft­ir að kynna sér dóm­inn og vildu því ekki segja álit sitt á hon­um. Hins veg­ar er lík­legt að dóm­in­um verði áfrýjað alla leið til stjórn­ar­skrár­dóm­stóls Þýska­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert