Sleppt úr haldi

Kúbu hefur verið stjórnað af kommúnistum frá því Fidel Castro …
Kúbu hefur verið stjórnað af kommúnistum frá því Fidel Castro tók við völdum árið 1959. Reuters

Sænskur ríkisborgari, sem slasaðist í bílslysi á Kúbu í síðustu viku, hefur nú fengið leyfi frá stjórnvöldum í Kúbu til að yfirgefa landið. Í bílslysinu lét þekktur kúbverskur andófsmaður lífið að nafni Oswaldo Paya. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í Svíþjóð. 

Maðurinn sem um ræðir heitir Jens Aren Modig, en honum var sleppt úr haldi í gærkvöldi í Havana.

Modig, sem er leiðtogi ungra kristinna demókrata í Svíþjóð, var einn fjögurra í bíl sem klessti á tré 22. júlí síðastliðinn í suðausturhluta Kúbu. Í bílslysinu lét Paya lífið og annar þekktur andófsmaður að nafni Harold Cepero Escalante.

Bæði Modig og ökumaður bílsins hafa staðfastlega neitað frásögnum um að slysið hafi orðið vegna þess að annar bíll hafi neytt þau út af veginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert