Fjöldamorðingi ekki heill á geði

Lögmenn James Holmes, sem er ákærður fyrir fjöldamorð í kvikmyndahúsi í Colorado í Bandaríkjunum, segja að hann sé ekki heill á geðsmunum.

Sendu þeir frá sér yfirlýsingu þar að lútandi í gærkvöldi og óska eftir lengri tíma til þess að láta rannsaka geðheilsu hans. Holmes, sem er fyrrverandi doktorsnemi í taugalíffræði, virtist dasaður við réttarhöldin í gær líkt og í fyrri skipti sem hann hefur komið fyrir dómara.

Holmes, sem er 24 ára að aldri, myrti tólf og 58 slösuðust er hann hóf að skjóta á gesti á miðnæturfrumsýningu nýjustu Batman-myndarinnar í bænum Aurora í Colorado 20. júlí sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert