Pussy Riot í tveggja ára fangelsi

Þremenningarnir í Pussy Riot voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir að raska almannafriði með því að flytja pönkbæn gegn Pútín forseta í kirkju í Moskvu í febrúar.

Dómarinn Marina Syrova ákvað refsingu stúlknanna en dómur var kveðinn upp í morgun. Maria Alyokhina, Nadezhda Tolokonnikova og Yekaterina Samutsevich hafa verið í gæsluvarðhaldi í fimm mánuði.

Syrova segir að stúlkurnar hafi gerst sekar um guðlast er þær ruddust inn í helstu kirkju Rússlands.

Frétt mbl.is: Pussy Riot sakfelldar

Stúlkurnar við uppkvaðningu dómsins í dag.
Stúlkurnar við uppkvaðningu dómsins í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert