Dauðadómur yfir Gu Kailai

00:00
00:00

Eig­in­kona kín­verska stjórna­mála­manns­ins Bo Xilai var í morg­un dæmd til dauða fyr­ir að myrða breska kaup­sýslu­mann­inn Neil Heywood. Gu Kailai hlaut skil­orðsbund­inn dauðadóm, sem yf­ir­leitt er breytt í lífstíðardóm í Kína.

Málið hef­ur vakið heims­at­hygli en Gu er eig­in­kona stjórn­mála­manns­ins Bos Xila­is, leiðtoga komm­ún­ista­flokks­ins í Chongq­ing og borg­ar­stjóra þar í borg, en hann var svipt­ur embætt­um sín­um meðan á rann­sókn máls­ins stóð og hef­ur ekki sést op­in­ber­lega síðan rann­sókn hófst á máli eig­in­konu hans. 

Fram kem­ur á vef BBC að sam­kvæmt kín­versk­um fjöl­miðlum hafi Gu játað fyr­ir dóm­in­um að hafa byrlað Neil Heywood eit­ur á hót­el­her­bergi hans í Chongq­ing í nóv­em­ber. Aðstoðarmaður henn­ar var dæmd­ur sek­ur sem vitorðsmaður og hlaut 9 ára fang­els­is­dóm. 

Heywood átti í viðskipt­um við son þeirra hjóna, Bo Guagua. Svo virðist sem þau viðskipti, þar sem 130 millj­ón­ir sterl­ings­punda eru sagðar hafa átt að skipta um eig­end­ur, hafi farið úr bönd­um og Heywood í kjöl­farið hótað bréf­lega að koma Bo yngri á kné. Gu bar fyr­ir dómi að hún hafi fengið tauga­áfall í kjöl­far deilna son­ar henn­ar við Heywood.

Mikið var tíst og bloggað um dóm­inn í Kína strax og hann féll og seg­ir BBC að inn­an tveggja ára hafi a.m.k. 2 millj­ón færsl­ur verið komn­ar fram með lyk­il­orðinu „skil­orðsbund­inn dauðadóm­ur".

Gu Kailai fyrir dóminum í Hefei.
Gu Kailai fyr­ir dóm­in­um í Hefei. CCTV
He Zhengsheng, lögmaður fjölskyldu Neils Heywood, umkringdur fjölmiðlamönnum eftir dómsuppkvaðninguna …
He Zhengs­heng, lögmaður fjöl­skyldu Neils Heywood, um­kringd­ur fjöl­miðlamönn­um eft­ir dóms­upp­kvaðning­una í morg­un. AFP
Bo Xilai
Bo Xilai AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert