Filippus útskrifaður af sjúkrahúsi

Filippus, hertogi af Edinburg.
Filippus, hertogi af Edinburg. AFP

Filippus prins, hertogi af Edinborg og eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, var útskrifaður af sjúkrahúsi í Aberdeen í Skotlandi í morgun en hann var lagður inn á sjúkrahúsið síðastliðinn miðvikudag eftir að sýking í þvagblöðru hafði tekið sig upp að nýju.

Síðan á föstudag hafði Filippus, sem orðinn er 91 árs gamall, verið í hvíld að ráði lækna og hitti á meðan ekki ættingja sína. Hann var þó í símasambandi við fjölskyldu sina yfir helgina.

Filippus hafði verið í fríi í Skotlandi þegar veikindin tóku sig upp og sagði hann að skilnaði við starfsfólk sjúkrahússins að hann ætlaði að halda fríinu áfram nú þegar hann væri búinn að jafna sig samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert