Tvífari dæmdur til dauða?

Gu Kailai til hægri. Stóra spurningin er svo hvort Gu …
Gu Kailai til hægri. Stóra spurningin er svo hvort Gu Kailai sé einnig á myndinni til vinstri, sem tekin var í réttarsal í gær. Skjámynd: Berlingske

Orðróm­ur um að Gu Kailai, sem á dög­un­um var dæmd til dauðarefs­ing­ar fyr­ir morð í Kína, hafi í raun ekki verið viðstödd rétt­ar­höld­in held­ur tvífari henn­ar flýg­ur nú fjöll­um hærra í vest­ræn­um fjöl­miðlum.

Fjöl­marg­ir kín­versk­ir blogg­ar­ar hafa haldið því fram að tvífari hafi verið send­ur til að afplána refs­ing­una í stað Kailai, sem þekkt­ust er fyr­ir að hafa verið eig­in­kona hins þekkta kín­verska stjórn­mála­manns Bo Xilai. 

Rétt­ar­höld­in hafa vakið gríðarlega at­hygli í Kína, en Kailai var dæmd til dauða fyr­ir morðið á breska kaup­sýslu­mann­in­um Neil Heywood.

Breska viðskipta­ritið Fin­ancial Times birti á dög­un­um grein um málið, en í henni kem­ur fram að tveir sér­fræðing­ar í and­lits­drátta­sam­an­b­urði og -rann­sókn­um hafi báðir kom­ist að þeirri niður­stöðu að kon­an sem sat rétt­ar­höld­in væri ekki Gu Kailai.

Kín­versk­ir blogg­ar­ar hafa sem fyrr seg­ir kom­ist að sömu niður­stöðu, og birt­ust þúsund­ir greina um kenn­ing­una á síðustu dög­um. Nú er svo komið að orðið „tvífari“ hef­ur verið fjar­lægt úr kín­versk­um leit­ar­vél­um og sam­fé­lags­miðlum eft­ir að flóðbylgja leita og umræðna sem inni­hélt orðið tvífari reið yfir in­ter­netið.

Bannið hef­ur þó aðeins haft fleiri sam­særis­kenn­ing­ar í för með sér og held­ur einn blogg­ari því fram að ör­uggt sé að um tvífara sé að ræða, og að viðkom­andi tvífari sé hin 46 ára gamla Lang Fang frá borg­inni Zhao Tianyun.

Ekki fyrsti tvífar­inn í sög­unni

Séu mynd­ir af hinni 53 ára gömlu Kailai frá því fyr­ir rétt­ar­höld­in og meðan á þeim stóð born­ar sam­an má merkja að and­lit henn­ar virðist fyllra meðan á rétt­ar­höld­un­um stend­ur en áður en þau hóf­ust auk þess sem ein­hverj­ir vilja meina að eyru henn­ar hafi breyst.

Sam­kvæmt taívanska dag­blaðinu Want China Times hef­ur ætt­leidd syst­ir stjórn­mála­manns­ins Bo Xilai lýst því yfir að kon­an í rétt­ar­höld­un­um sé ekki Kailai, en hún átti mik­il sam­skipti við Kailai meðan á hjóna­bandi þeirra stóð.

Sam­kvæmt því sem fram kem­ur í skrif­um á vefn­um slate.com er tvífara­fyr­ir­bærið alls ekki óþekkt í Kína og að ótelj­andi vest­ræn­ir ferðamenn hafi borið því vitni í bók­um sín­um. Þá sé fá­tæk­um Kín­verj­um sem eru reiðubún­ir að taka á sig refs­ing­una sem fyr­ir ligg­ur, boðnir gull og græn­ir skóg­ar fyr­ir afplán­un­ina. Meðal ann­ars er fólki lofað að séð verði fyr­ir fjöl­skyld­um þeirra eða að börn­um þeirra verði tryggð mennt­un.

Kailai var dæmd til skil­orðsbund­inn­ar dauðarefs­ing­ar, sem þýðir að hún mun að öll­um lík­ind­um eyða æv­inni bak við lás og slá. Dauðarefs­ing­unni verður aðeins fram­fylgt ef hún verður dæmd fyr­ir frek­ari glæpi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert