Ísak gæti valdið tjóni

Óttast er að hitabeltislægðin Ísak eigi eftir að valda tjóni á Haiti. Lægðin er núna á Karabíska hafinu og eflist. Reiknað með að Ísak verði orðinn að fellibyl þegar hann skellur á Haiti á morgun.

Mikil rigning fylgir Ísak. Íbúar á Haiti eru ekki vel búnir til að takast á við óveður en um 400 þúsund íbúar landsins búa í tjöldum eftir jarðskjálfta sem skall á landinu fyrir tveimur árum. Mikil fátækt er í landinu, en tjón verður jafnan meira þegar náttúruhamfarir skella á fátækum löndum.

Íbúar á fleiri eyjum í Karabíska hafinu eru að búa sig undir vont veður. Íbúar á Kúbu reikna með miklu vatnsveðri þegar Ísak fer yfir eyjuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert