Ísak gengur á land á Haítí

Gert er ráð fyrir að hitabeltislægðin Ísak gangi á land á Haítí og Dóminíska lýðveldinu síðar í kvöld. Styrkur Ísaks eykst enn þó óvíst sé hvort hann nái styrk fellibyls. Íbúar á eyjunni notuðu daginn til að búa sig undir óveðrið sem gæti valdið töluverðum skemmdum.

Bandaríska veðurstofan gaf í kvöld út nýja viðvörun í Flórída, þar sem fólk er beðið að fylgjast vel með Ísaki, styrk hans og stefnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert