Ísak þegar fellt þrjá

Íbúar Dóminíska lýðveldisins flýja heimili sín vegna flóða.
Íbúar Dóminíska lýðveldisins flýja heimili sín vegna flóða. AFP

Fellibylurinn Ísak hefur þegar fellt þrjá á Haítí en  þar gekk hann á land fyrr í dag. Íbúar Flórída undirbúa sig fyrir óveðrið en fyrst mun Ísak hafa viðkomu á Kúbu.

Kona og barn létust í bænum Souvenance á Haítí og tíu ára gömul stúlka lést er hús hrundi í bænum Thomazeau.

Ísak hefur þegar skilið eftir sig slóð eyðileggingar. Um 5.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóða.

Ísak er nú kominn upp að ströndum Kúbu og mun m.a. fara yfir fangelsi Bandaríkjanna við Guantanamo-flóa áður en hann heldur til Flórída.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert