Obama: Armstrong var stórkostleg bandarísk hetja

Barack Obama og Neil Armstrong í Hvíta húsinu árið 2009.
Barack Obama og Neil Armstrong í Hvíta húsinu árið 2009. AFP

Barack Obama forseti Bandaríkjanna segist mjög sorgmæddur yfir að Neil Armstrong, fyrsti maðurinn sem steig á tunglið, sé látinn. Hann segir Armstrong hafa verið stórkostlega bandaríska hetju.

„Neil Armstrong var ein af mestu hetjum Bandaríkjanna. Ekki aðeins hetja sinnar samtíðar heldur allra tíma,“ segir í yfirlýsingu frá Obama.

Obama hitti Armstrong í Hvíta húsinu árið 2009 er 40 ár voru frá tunglferðinni miklu.

Frétt mbl.is: Neil Armstrong látinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert