Flóð af völdum Ísaks

Ísak á mynd NASA , Geimferðastofnunar Bandaríkjanna frá því í …
Ísak á mynd NASA , Geimferðastofnunar Bandaríkjanna frá því í gær. AFP

Vatn flæðir nú yfir flóðgarða suður af borginni New Orleans í Louisiana, en þar er mikið úrhelli og rok, undanfari fellibylsins Ísaks sem stefnir hraðbyri í átt að borginni. Öllum íbúum svæðisins, þar sem flæðir yfir, hefur verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín.

Sums staðar nær vatnshæðin allt að 3,6 metrum.

Óttast er að Ísak muni valda miklu tjóni er hann nemur land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert