Búast við „langri og flókinni“ rannsókn

Franski lögreglustjórinn sem stýrir rannsókn í Bretlandi vegna morðanna í frönsku Ölpunum segist eiga von á „langri og flókinni“ rannsókn.

Yngri stúlkan sem lifði árásina af átti að snúa aftur til Bretlands í gær. Breska lögreglan hefur yfirheyrt aðstandendur fjölskyldunnar og aðra sem henni tengjast vegna málsins.

Zeena al-Hilli átti að fara í fylgt frænku sinnar til Bretlands. Eldri systir hennar, Zainab, lifði árásina einnig af og komst hún loks í gær til meðvitundar eftir að hafa gengist undir aðgerð en hún var skotin í öxlina og fékk þung höfuðhögg í árásinni.

Zaid al-Hilli, bróðir fjölskylduföðurins sem var myrtur í árásinni, verður áfram yfirheyrður í dag. Hann gaf sig sjálfur fram við lögregluna en neitar ásökunum um að hafa staðið í deilum við bróður sinn vegna peninga.

Breska lögreglan rannsakar nú áfram heimili fjölskyldunnar í Claygate, rólegum bæ suðvestur af London.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert