Óeirðir í Antwerpen

Kvikmyndinni „Sakleysi múslímanna“ hefur verið mótmælt víða um heim og …
Kvikmyndinni „Sakleysi múslímanna“ hefur verið mótmælt víða um heim og hafa mótmælin einkum beinst að sendiráðum Bandaríkjanna og bandarískum fyrirtækjum. AFP

Belg­íska lög­regl­an hand­tók 230 manns í borg­inni Antwerpen í morg­un fyr­ir mót­mæli vegna kvik­mynd­ar sem sögð er sýna Múhameð spá­mann í óhag­stæðu ljósi. Fólkið hrópaði slag­orð gegn Banda­ríkj­un­um og kveikti í banda­ríska fán­an­um.

Mót­mæl­in fóru fram í hverfi sem einkum er byggt mús­lím­um.

Nokk­ur átök brut­ust út á milli mót­mæl­enda og lög­reglu og slasaðist einn lög­reglumaður í átök­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert