Belgíska lögreglan handtók 230 manns í borginni Antwerpen í morgun fyrir mótmæli vegna kvikmyndar sem sögð er sýna Múhameð spámann í óhagstæðu ljósi. Fólkið hrópaði slagorð gegn Bandaríkjunum og kveikti í bandaríska fánanum.
Mótmælin fóru fram í hverfi sem einkum er byggt múslímum.
Nokkur átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu og slasaðist einn lögreglumaður í átökunum.