Múslímar hyggjast mótmæla í Ósló

Múslímar hafa mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna víða um heim.
Múslímar hafa mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna víða um heim. AFP

Heit­trúaðir mús­lím­ar í Nor­egi und­ir­búa nú fjölda­mót­mæli fyr­ir fram­an sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Ósló og eru þau fyr­ir­huguð á föstu­dag­inn. Til­gang­ur­inn er að mót­mæla kvik­mynd­inni  „Sak­leysi mús­lím­anna“, sem sögð er gera lítið úr íslamstrú. Mynd­in var fram­leidd í Banda­ríkj­un­um.

„Við skul­um öll standa sam­an og sýna heim­in­um að mús­lím­ar standa sam­an og standa vörð um heiður Múhameðs spá­manns,“ er skrifað á vefsíðu þar sem hvatt er til mót­mæl­anna.

Talsmaður Ósló­ar­lög­regl­unn­ar staðfest­ir í sam­tali við frétta­vef­inn Osloby.no að lög­reglu hafi borist upp­lýs­ing­ar um að mót­mæl­in séu fyr­ir­huguð og að ráðstaf­an­ir verði gerðar vegna þeirra. Örygg­is­varsla við sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Ósló hef­ur verið auk­in, rétt eins gert hef­ur verið við öll sendi­ráð lands­ins í heim­in­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert