Múslímar hyggjast mótmæla í Ósló

Múslímar hafa mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna víða um heim.
Múslímar hafa mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna víða um heim. AFP

Heittrúaðir múslímar í Noregi undirbúa nú fjöldamótmæli fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í Ósló og eru þau fyrirhuguð á föstudaginn. Tilgangurinn er að mótmæla kvikmyndinni  „Sakleysi múslímanna“, sem sögð er gera lítið úr íslamstrú. Myndin var framleidd í Bandaríkjunum.

„Við skulum öll standa saman og sýna heiminum að múslímar standa saman og standa vörð um heiður Múhameðs spámanns,“ er skrifað á vefsíðu þar sem hvatt er til mótmælanna.

Talsmaður Óslóarlögreglunnar staðfestir í samtali við fréttavefinn Osloby.no að lögreglu hafi borist upplýsingar um að mótmælin séu fyrirhuguð og að ráðstafanir verði gerðar vegna þeirra. Öryggisvarsla við sendiráð Bandaríkjanna í Ósló hefur verið aukin, rétt eins gert hefur verið við öll sendiráð landsins í heiminum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert