Þúsundir Pakistana mótmæltu í dag kvikmyndinni umdeildu þar sem hæðst er að Múhameð spámanni. Tveir féllu í átökum lögreglu og mótmælenda.
Þá mótmæltu hundruð Afgana í dag. Hörðustu mótmælin fóru fram í höfuðborginni Kabúl. Herstöð Bandaríkjanna var m.a. grýtt, kveikt var í bílum og slagorð hrópuð.