Fjárhagsaðstoð frestað

AFP

Óeirðirn­ar í Kaíró vegna mynd­ar­inn­ar sem mús­lím­ar líta á sem móðgun við spá­mann­inn geta haft áhrif á fjár­hagsaðstoð Banda­ríkj­anna til Egypta­lands. Um er að ræða einn millj­arð Banda­ríkja­dala, 122 millj­arða króna, sam­kvæmt frétt í banda­ríska dag­blaðinu Washingt­on Post.

Fjár­hagsaðstoðinni var ætlað að aðstoða Egypta í efna­hags­mál­um í kjöl­far upp­reisn­ar­inn­ar í land­inu á síðasta ári er for­seti lands­ins, Hosni Mubarak, hrakt­ist frá völd­um.

Heim­ild­ir Post herma að Egypt­ar geti ekki bú­ist við mik­illi aðstoð af hálfu Banda­ríkja­manna á næst­unni og ljóst sé að eng­in slík aðstoð verði veitt fyrr en í fyrsta lagi eft­ir for­seta­kosn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um 6. nóv­em­ber nk.

Alls hafa þrjá­tíu týnt lífi í óeirðum eft­ir að brot úr mynd­inni  Innocence of Muslims var sett inn á YouTu­be. Talið er að öfga­full­ir kristn­ir menn hafi gert mynd­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert