Auka viðbúnað vegna skopmynda

Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að auka viðbúnað við sendiráð Frakklands í löndum þar sem hætta er á að óeirðir brjótist út vegna ákvörðunar ádeiluritsins Charlie Hebdo um að birta skopteikningar af Múhameð spámanni.

Að sögn utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, hefur hann áhyggjur af ákvörðun ritstjórnar Charlie Hebdo um að birta á ný skopmyndir af spámanninum á sama tíma og mikil reiði ríkir meðal múslíma vegna myndar þar sem grín er gert af Múhameð. 

Á forsíðu vikuritsins Charlie Hebdo í dag sést múslími í hjólastól sem gyðingur ýtir. Fyrirsögn myndarinnar er „Intouchables 2“ sem er vísun í frönsku myndina Intouchables sem meðal annars er sýnd um þessar mundir á Íslandi. Í myndinni er fjallað um samskipti fátæks blökkumanns sem starfar fyrir fatlaðan auðmann.

Á baksíðunni er síðan mynd af Múhameð þar sem hann berar afturendann fyrir kvikmyndatökuvélarnar og er þar vísað í kvikmynd með frönsku leikkonunni Brigitte Bardot frá árinu 1963.

Vefur Charlie Hebdo hrundi í morgun vegna mikil álags þar sem ummæli lesenda hrúguðust inn, bæði jákvæð og neikvæð.

Ádeiluritið Charlie Hebdo er ekki þekkt fyrir að fara troðnar …
Ádeiluritið Charlie Hebdo er ekki þekkt fyrir að fara troðnar slóðir AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert