Myndum mótmælt í Líbanon

Sheikh Maher Hammoud horfir á fánabrennu í Líbanon í dag.
Sheikh Maher Hammoud horfir á fánabrennu í Líbanon í dag. MAHMOUD ZAYYAT

Kvik­mynd­inni um Múhameð spá­mann og teikn­ing­um franska skop­tíma­rits­ins var mót­mælt í helstu borg­um Líb­anons í dag. Rót­tæk­ir klerk­ar kölluðu eft­ir líf­láti allra sem tengd­ust gerð mynd­ar­inn­ar og skól­um og stofn­un­um tengd­um Frakklandi var lokað. Þá voru fán­ar Banda­ríkj­anna og Ísra­els brennd­ir.

Í borg­inni Sídon lýstu klerk­ar súnníta yfir „degi reiðinn­ar“ yfir móðgun­um við spá­mann­inn en hvöttu fylgj­end­ur sína til þess að halda reiðinni inn­an veggja mosk­unn­ar.  Hins veg­ar kölluðu nokkr­ir klerk­ar í Sídon eft­ir því að æðstu yf­ir­menn súnníta gæfu út fatwa eða til­skip­un sem legði bless­un sína yfir morð á öll­um þeim sem tengd­ust gerð kvik­mynd­ar­inn­ar.

„Sá sem dirf­ist að móðga íslam og spá­mann­inn Múhameð skal ekki lifa. Það eru hlut­ir sem ekki er hægt að um­bera og móðgun við spá­mann­inn Múhameð er einn af þeim,“ sagði Sheikh Maher Hammoud, sem er ímam Quds-mosk­unn­ar, í ræðu sinni. „All­ir af þeim ættu að vera drepn­ir.“

Í Tripolí í norður­hluta Líb­anons ákallaði rót­tæki klerk­ur­inn Omar Bakri „her­menn Íslams“ til þess að hefna fyr­ir gerð kvik­mynd­ar­inn­ar og birt­ingu teikni­mynd­anna. Bakri bað aðra mús­líma um að styðja við til­skip­un sem myndi gera það „lög­legt að drepa þá sem hefðu móðgað spá­mann­inn“.

Í höfuðborg­inni Beirút brenndu mót­mæl­end­ur fána Banda­ríkj­anna og Ísra­els fyr­ir utan mosku. Mót­mæl­in voru friðsam­leg og sóttu menn þau til að heyra ræðu Sheikh Ass­irs, sem hef­ur gagn­rýnt rík­is­stjórn Sýr­lands og Bash­ar al-Assads for­seta und­an­farið ár. „Þetta er það sem skipt­ir mig mestu máli núna, að vera hér er mik­il­væg­ara en heim­ili mitt og fóst­ur­jörð,“ sagði Rima, skóla­kenn­ari frá Sýr­landi sem flúði heima­borg sína Al­eppó fyr­ir tveim­ur mánuðum. Hún var ein af fjöl­mörg­um land­flótta Sýr­lend­ing­um sem hlýddu á boðskap Ass­irs.

Sheikh Ass­ir for­dæmdi Banda­rík­in og Frakk­land í ræðu sinni. „Rík­in sem leyfa þess­um öfga­mönn­um að ráðast á önn­ur trú­ar­brögð eru öfga­lönd sem bera ábyrgð á öfg­um í heim­in­um,“ sagði hann og bætti við: „Við erum ekki öfga­menn“, við mik­inn fögnuð viðstaddra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert