Fimm á sjúkrahúsi í Óðinsvéum vegna veirusýkingar

Háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum.
Háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum.

Fimm Danir hafa verið lagðir inn á háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum í Danmörku vegna gruns um að vera smitaðir af veiru, sem talin er vera ný tegund SARS-veirunnar. Talið er að um sé að ræða svokallaða kórónaveiru sem hefur að undanförnu greinst hjá fólki sem hefur ferðast til Sádi-Arabíu og Katar.

Veiran getur valdið alvarlegri sýkingu í öndunarfærum.

Einn hefur látist af völdum hennar, katarskur karlmaður.

Jens Peter Steensen, forstjóri sjúkrahússins, segir í samtali við Berlingske Tidende í dag að verið sé að rannsaka veikindi fólksins og þar til niðurstaða liggi fyrir verði það í einangrun.

Frétt mbl.is: Ný tegund bráðalungnabólgu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert