Vilja eignast fleiri en eitt barn

00:00
00:00

Mik­ill þrýst­ing­ur er á stjórn­völd í Kína að hverfa frá stefnu þeirra um að fjöl­skyld­ur megi ekki eiga fleiri en eitt barn. Töl­ur sýna að 4% allra barna lát­ast áður en þau ná 25 ára aldri sem þýðir að um 10 millj­ón for­eldr­ar eru barn­laus­ir þegar þeir kom­ast á elli­ár.

Kín­versk stjórn­völd tóku árið 1978 ákvörðun um að hver fjöl­skylda mætti aðeins eign­ast eitt barn. Álitið er að þessi stefna hafi leitt til þess að 400 millj­ón færri börn hafi fæðst í Kína á ár­un­um 1979-2011 en fæðst hefðu ef stefn­an hefði ekki verið tek­in upp. Stjórn­völd segja að ströng stefna sé nauðsyn­leg til að halda aft­ur af mann­fjölg­un í Kína. Stefn­an hafi auk þess átt stór­an þátt í að lyfta kín­versku þjóðinni úr fá­tækt til meiri vel­meg­un­ar.

En þessi stefna hef­ur ýms­ar hliðar. Flest­ir Kín­verj­ar vilja frek­ar ein­ast son en dótt­ur og víða í Kína er hlut­fallið milli kynj­anna mjög ójafnt. Sú spurn­ing vakn­ar hvar karl­ar eigi að finna maka þegar svo fáar kon­ur fæðast.

Einnig eru marg­ar fjöl­skyld­ur í þeirri stöðu að hafa misst sitt eina barn. Meðal þeirra er Wu Rui, en dótt­ir henn­ar lést úr floga­veiki þegar hún var 12 ára göm­ul. Það er hefð í Kína að börn sjá um umönn­un for­eldra sinna þegar þau eld­ast en það trygg­ir þeim fjár­hags­legt ör­yggi.

Wu seg­ist kvíða því að eld­ast þar sem hún eigi eng­in börn. Hún seg­ir að marg­ar fjöl­skyld­ur séu í sömu stöðu.

Stefna kín­verskra stjórn­valda veld­ur því einnig að hlut­fall aldraðra hækk­ar stöðugt og stöðugt færri koma til með að standa und­ir umönn­un þeirra sem hætt­ir eru að vinna.

Í dag eru 180 millj­ón­ir Kín­verja 60 ára og eldri eða um 13% þjóðar­inn­ar. Þessi tala verður kom­in upp í 360 millj­ón­ir eft­ir 20 ár og þá verða aldraðir í Kína orðnir fleiri en öll banda­ríska þjóðin. Um miðja öld­ina verða aldraðir Kín­verj­ar um 480 millj­ón­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert