Lést í mótmælum í Aþenu

66 ára karlmaður lést úr hjartaáfalli í mótmælum í Aþenu í Grikklandi í dag. Óeirðarlögreglan beitti táragasi gegn mótmælendum sem köstuðu logandi sprengjum.

Nokkrir hafa slasast í mótmælunum í dag, þar af tveir lögreglumenn.

Þúsundir Grikka hafa farið í verkfall í dag vegna fyrirhugaðs niðurskurðar en forystumenn evruríkjanna ræða nú málefni Grikklands á fundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert