Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Barack Obama í forsetakosningunum vestra. Spennan er mikil en afar mjótt er á mununum á milli Obama og Mitt Romney, forsetaefnis repúblikana. Gengið verður til kosninga 6. nóvember nk.
„Ég kaus hann árið 2008 og ég hyggst standa með honum árið 2012, og ég mun því greiða honum og Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, mitt atkvæði í næsta mánuði,“ sagði Powell, sem er repúblikani, í þættinum This Morning sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS.