Eins og tvær borgir

Það er eins og New York hafi klofnaði í tvær borgir þar sem ólíku er saman að jafna. Í annarri borginni eru öll ljós tendruð, þar eru veitingastaðir opnir og lyftur ganga upp og niður í háhýsum. Í hinni borginni er myrkur, þar skortir drykkjarvatn og dyr veitingastaða eru harðlokaðar. Ekki er hægt að sturta niður úr klósettum, farsímasamband er takmarkað og það er líkt og að ganga á fjallið Everest fyrir íbúa háhýsa að komast heim til sín, því lyftur ganga ekki án rafmagns.

Einu ljósin sem þar lýsa eru á þökum lögreglubíla.

Þeir sem búa í síðarnefnda borgarhlutanum eru búsettir suður af 39. stræti. Fjöldi íbúa þar hafa brugðið á það ráð að fá inni hjá vinum eða fjölskyldu eða flytja á hótel í hinum borgarhlutanum, en nú eru öll hótelherbergi þar bókuð.

Til að bæta gráu ofan á svart munu neðanjarðarlestirnar einungis aka um norðurhluta Manhattan er þær hefja aftur ferðir sínar á morgun.

Frá Queens hverfi í New York.
Frá Queens hverfi í New York. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert