Íbúar í New Jersey ríki vinna nú hörðum höndum að hreinsunarstarfi eftir fellibylinn Sandy. Að mörgu er að hyggja; bæði fyrir almenning og yfirvöld. Brak úr húsum, fallin tré og ýmiskonar úrgangur er á víð og dreif. Íbúar í strandbænum Jersey shore urðu einna verst úti, en eru bjartsýnir á að hægt verði að koma lífinu í fyrra horf.
„Við vissum öll að þetta gæti gerst,“ segir Joanne Tunbrigde, kennari á eftirlaunum. „En þetta er verð sem við erum tilbúin til að greiða fyrir að búa hérna.“