Skemmdir af völdum fellibylsins Sandyar eru gríðarlegar og eru taldar nema um 50 milljörðum Bandaríkjadollara. Þetta er mat Eqecat, sem er matsfyrirtæki sem metur tjón af völdum hamfara.
Fyrirtækið telur efnahagstjón sem rekja megi til veðursins nema 30-50 milljörðum og að tjón á tryggðum eignum nemi á milli 10 og 20 milljörðum.
Fyrirtækið hefur áður lagt mat á tjónið af völdum Sandyar, en það var upp á 20 milljarða dollara. Ekki er talið ólíklegt að það eigi eftir að hækka enn frekar.