460.000 heimili enn án rafmagns

Ástandið í raforkukerfi New York-borgar batnar með hverri stundu, en 460.000 heimili voru þó enn án rafstraums nú síðdegis, að sögn Michaels Bloombergs borgarstjóra.

Verulegt tjón varð á orkudreifikerfinu og rafveitum í fárviðrinu Sandy í byrjun vikunnar. Frá í gærkvöldi hefur tekist að koma rafstraumi inn á 70.000 heimili, að sögn Bloombergs. „Enn eru 460.000 heimili rafmagnslaus, eða hálf Manhattan,“ sagði borgarstjórinn á blaðamannafundi síðdegis.

Hann bætti því við, að vonast væri til að Con Edison, sem rekur dreifkerfið, tækist að tengja verulegan hluta þeirra heimila sem enn eru rafmagnslaus fyrir miðnætti að staðartíma í kvöld.

Ljósabúnaður hefur runnið út eins og heitar lummur í New …
Ljósabúnaður hefur runnið út eins og heitar lummur í New York síðustu daga. mbl.is/afp
Yfirlitsmynd af ástandinu fyrir og eftir Sandy við New York.
Yfirlitsmynd af ástandinu fyrir og eftir Sandy við New York. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert