Íbúar í New Jersey hafa sumir hverjir loks getað skoðað ummerki og skemmdir eftir Sandy á húsum sínum. Margir hafa komið að rústum einum en aðrir anda léttar er þeir sjá að hús sín hafa rétt sloppið undan óveðrinu.
Íbúar í strandbyggðum New Jersey þurftu að yfirgefa heimili sín vegna ofsaveðursins. Það var þó ekki vindstyrkur sem var að valda mestu skemmdum heldur flóð og sandur. Þó losnuðu mörg tré upp með rótum og féllu á hús.
„Ef maður vill búa við ströndina þá er þetta víst það gjald sem maður þarf að greiða,“ segir kona á eftirlauna aldri sem kom heim í gær að skoða húsið sitt.