Bo rekinn úr Kommúnistaflokknum

Bo Xilai, sem var einn af helstu forystumönnum kínverska kommúnistaflokksins, hefur verið rekinn úr flokknum, samkvæmt fréttum ríkisfjölmiðla. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að Bo verði sóttur til saka fyrir spillingu.

Bo er sagður hafa „misnotað völd sín, þegið mútur og hegðað sér ósæmilega með því að taka nokkrar konur frillutaki“.

Bo Xilai var leiðtogi kommúnistaflokksins í stórborginni Chongqing þar til hann var sviptur öllum embættum sínum fyrr á árinu þegar eiginkona hans var sökuð um morð á breskum kaupsýslumanni, Neil Heywood. Eiginkonan, Gu Kailai, var dæmd til dauða fyrir morðið.

Ákvörðun um að reka Bo úr flokknum var tekin af 500 helstu yfirmönnum flokksins í dag.

Valdaskipti standa fyrir dyrum í Kína hinn 8. nóvember er kínverski kommúnistaflokkurinn kemur saman til að velja nýja forustu.  Xi Jinping varaforseti verður æðsti maður flokksins en Bo var áður hans helsti keppinautur.

Bo Xilai
Bo Xilai AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert