Milljón enn án rafmagns

Lögregla fylgist með úthlutum á eldsneyti í Brooklyn í gærkvöldi
Lögregla fylgist með úthlutum á eldsneyti í Brooklyn í gærkvöldi AFP

Tæplega ein milljón íbúa New York ríkis eru enn án rafmagns eftir að fellibylurinn Sandy gekk yfir aðfararnótt þriðjudags. Gagnrýnisraddir verða æ háværari um hversu langan tíma það tekur að koma rafmagni á að nýju.

Að sög Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, skiptir miklu máli að koma á rafmagni alls staðar og borgarstjóri New York, Michael Bloomberg, gagnrýnir rafveituna á Long Island fyrir það hvað viðgerð tekur langan tíma.

Að minnsta kosti 106 létust í fellibylnum í Bandaríkjunum, þar af 40 í New York borg. Í New Jersey hefur verið tilkynnt um 22 andlát af völdum fellibylsins. Alls létust 69 í Karabískahafinu vegna stormsins áður en leið hans lá yfir Bandaríkin, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert