Obama hefur misst fylgi ungra kjósenda

Talsvert færri ungir kjósendur ætla að kjósa Barack Obama nú …
Talsvert færri ungir kjósendur ætla að kjósa Barack Obama nú en fyrir fjórum árum. AFP

Fyrir fjórum árum var Colleen Weston ein fjölmargra ungra Bandaríkjamanna sem hrifust af boðskap Baracks Obama um von og breytingar. Núna er Weston 28 ára gömul og starfar við markaðsmál. Hún segist hafa fullorðnast, hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með Obama og ætlar að kjósa Mitt Romney.

„Ég er afskaplega óánægð með það sem ekki hefur verið gert,“ segir Colleen. „Obama sagðist til dæmis ætla að snúa efnahagsmálum við og breyta lífi bandarísku þjóðarinnar. Ég er ekki enn farin að sjá það.“

En hún er ekki ein um þess skoðun.

Árið 2008 kusu 66% ungra kjósenda Obama, en nú er annað uppi á teningnum. 55% kjósenda á aldrinum 18-29 ára segjast ætla að kjósa Obama og 36% segjast ætla að kjósa Romney. Aðrir eru óákveðnir.

Obama hefur gránað í vöngum á þeim fjórum árum sem hann hefur verið við völd og virðast skoðanakannanir sýna að það sé í takt við fylgistap hans á meðal ungs fólks.  Atkvæði ungs fólks gætu t.d. skipt sköpum í Ohio, sem er eitt af lykilríkjunum sem gætu skipt sköpum fyrir útkomu kosninganna.

Skoðanakannanir sýna að Bandaríkjamenn á aldrinum 18-29 ára eru óánægðir með stöðu efnahagsmála og segja 89% þeirra stöðu efnahagsmála ríkisins hafa veruleg áhrif á líf sitt, margir hafa þurft að skera verulega niður í lífsstíl sínum og um 17% hafa þurft að slá á frest viðburðum á borð við brúðkaup vegna fjárhagserfiðleika.

Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins,
Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert