Fjöldi fólks er nú saman kominn við Hvíta húsið í Washington til að fagna sigri Baracks Obama í forsetakosningunum.
„Fjögur ár í viðbót! Bandaríkin!“ hrópar mannfjöldinn sem safnast hefur saman fyrir utan Hvíta húsið. Fánum er veifað og dansspor stigin.
Fólkið lætur kuldann ekki á sig fá heldur stappar og klappar sér til hita og hrópar nafn forsetans: „Obama, Obama!“
Ókunnugir fallast í faðma. Stemningin meðal stuðningsmannanna er mikil og góð.
Verkalýðskonan Nicole Arow, 28 ára, segir fengin og alsæl með úrslitin. „Gleði. Það er sú tilfinning sem ég finn.“
Götur Washingon eru yfirleitt mannlausar á þessum tíma sólarhrings en frá því að úrslitin voru ljós í nótt hefur fólk verið að safnast saman.
Obama er annar forseti demókrata frá síðari heimsstyrjöldinni til að vera endurkjörinn forseti.