Obama sigrar í Colarado

AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sigraði í Colorado og er þar með kominn með 290 kjörmenn. Mitt Romney er búinn að tryggja sér 203 kjörmenn.

Kl. 5:15 er einungis óvissa í tveimur ríkjum, Flórída og Virginíu. Reyndar hafa sjónvarpsstöðvar ekki lýst neinu yfir varðandi sigurvegara í Alasaka, en þar er talið víst að Romney sigri.

Mjótt er á munum í Flórída og Virginíu, en Obama hefur verið með fleiri atkvæði í öllum atkvæðatölum sem birtar hafa verið í nótt í þessum tveimur fylkjum. Núna er Obama með 49,9% í Flórída, en Romney með 49,3%. Obama er með 49,7% í Virginíu en Romney 48,9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka