Obama sigrar í Virginíu

Stuðningsmenn Romney eru ekki ánægðir með úrslitin.
Stuðningsmenn Romney eru ekki ánægðir með úrslitin. AFP

Barack Obama hefur verið lýstur sigurvegari í Virginíu. Þar með er hann kominn 303 kjörmenn, en Mitt Romney er með 203 kjörmenn. 270 kjörmenn þarf til að sigra í kosningunum.

Enn liggja ekki fyrir úrslit í Flórída, en þar er Obama með nauma forystu samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið. Talningu er ekki lokið.

Af þeim ríkjum þar sem harðast var barist bendir flest til að Obama hafi sigrað í þeim öllum nema Norður-Karólínu. Skoðanakannanir stuttu fyrir kosningarnar bentu til að Romney væri með naumt forskot í Flórída.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka