Spáði rétt fyrir um úrslit kosninganna

Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. AFP

Úrslit bandarísku forsetakosninganna voru ekki aðeins sigur fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta heldur einnig áhugamenn um reiknilíkön sem ætlað er að spá fyrir um niðurstöður kosninga. Þetta kemur fram í frétt AFP í dag.

Fram kemur í fréttinni að niðurstaða forsetakosninganna hafi gert bloggarann nate Silver sem haldið hafi úti bloggsíðu á veg bandaríska dagblaðsins New York Times en hann reiknaði út vinningslíkur Obama og komst að þeirri niðurstöðu fyrir kosningarnar að 90,9% líkur væru á því að forsetinn yrði endurkjörinn við litla hrifningu úr röðum repúblikana.

Líkan Silvers reiknaði rétt út niðurstöðuna í 49 af 50 ríkjum Bandaríkjanna og öllum ríkjunum ef Obama hefur betur í Florída en endanleg úrslit í ríkinu liggja enn ekki fyrir. Hliðstæðar niðurstöður urðu í þremur öðrum líkönum og þar á meðal á vegum Princeton-háskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert