Úrslit bandarísku forsetakosninganna voru ekki aðeins sigur fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta heldur einnig áhugamenn um reiknilíkön sem ætlað er að spá fyrir um niðurstöður kosninga. Þetta kemur fram í frétt AFP í dag.
Fram kemur í fréttinni að niðurstaða forsetakosninganna hafi gert bloggarann nate Silver sem haldið hafi úti bloggsíðu á veg bandaríska dagblaðsins New York Times en hann reiknaði út vinningslíkur Obama og komst að þeirri niðurstöðu fyrir kosningarnar að 90,9% líkur væru á því að forsetinn yrði endurkjörinn við litla hrifningu úr röðum repúblikana.
Líkan Silvers reiknaði rétt út niðurstöðuna í 49 af 50 ríkjum Bandaríkjanna og öllum ríkjunum ef Obama hefur betur í Florída en endanleg úrslit í ríkinu liggja enn ekki fyrir. Hliðstæðar niðurstöður urðu í þremur öðrum líkönum og þar á meðal á vegum Princeton-háskóla.