Talningu atkvæða enn ólokið í Flórída

Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. AFP

Enn hefur ekki verið lokið við að telja atkvæði á Flórída vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag. Fram kemur í frétt AFP að helsti ráðgjafi Mitts Romney, frambjóðanda repúblikana, Brett Doster, hafi gefið í skyn í yfirlýsingu í dag að hann teldi sinn mann hafa tapað kosningunni í ríkinu.

Niðurstaðan í Flórída skiptir engu máli varðandi úrslit kosninganna og hefur Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, þegar verið lýstur sigurvegari þeirra eins og kunnugt er. En fyrirfram var hins vegar gert ráð fyrir að niðurstaðan gæti skipt miklu máli enda ríkið eitt af þeim sem hvorki repúblikanar eða demókratar geta talið öruggt vígi.

Hins vegar er haft eftir kosningastjóra Obama, Jim Messina, að hann væri sannfærður um að forsetinn hefði haft betur í Flórída.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert