Demókrataflokkurinn í Flórída hefur birt yfirlýsingu þar sem Barack Obama forseta Bandaríkjanna er óskað til hamingju með að hafa sigrað í ríkinu. Ekki er búið að birta endanleg úrslit, en samkvæmt tölum sem birtar hafa verið er Obama með um 50 þúsund fleiri atkvæði í Mitt Romney, en það er um 0,7 prósentustiga munur.
Í yfirlýsingunni er Rick Scott, ríkisstjóri í Flórída, harðlega gagnrýndur fyrir hvernig staðið var að atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Ákveðið var að fækka dögum þar sem kosið var utankjörfundar um helming og Scott neitaði að hafa kjörstaði opna lengur þátt fyrir að fólk biði klukkutímum saman eftir því að fá að kjósa.
Í frétt BBC um atkvæðatalninguna í Flórída segir að ekki sé búist við að talningu verði lokið fyrr en á laugardag. Enn er verið að telja á þremur stöðum Broward, Palm Beach og Duval.
Miðað við þær tölur sem birtar hafa verið þegar búið er að telja yfir 99% atkvæða er Obama með 4.169.044 atkvæði eða 49,9%, en Romney 4.117.106 atkvæði eða 49.3%. Það munar því rúmlega 50 þúsund atkvæðum.
Úrlistin í Flórída skipta ekki máli varðandi hver verður kjörinn forseti því Obama er þegar kominn með 303 kjörmenn, en 270 kjörmenn þarf til að sigra.